Handbolti

Erlendir stuðningsmenn bíða í röðum eftir að fá íslenska fánann á kinnina | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Ungur Þjóðverji heillaðist af íslensku stuðningsmönnunum og er kominn í liðið.
Ungur Þjóðverji heillaðist af íslensku stuðningsmönnunum og er kominn í liðið. vísir/tom
Þrátt fyrir að þrír tímar séu enn í leik hjá Íslandi eru íslenskir stuðningsmenn mættir í Bjórgarðinn í Ólympíuhöllinni í München þar sem þeir koma saman fyrir stórleikinn á móti Evrópumeisturum Spánar í kvöld.

Sérsveitin, stuðningsmannasveit íslenska liðsins, fer fyrir stuðinu og er heldur betur að fá erlenda stuðningsmenn á sitt band en ungir strákar frá Þýskalandi og Brasilíu biðu í röðum eftir að fá íslensku fánalitina á kinnina.

Sérsveitin söng og dansaði og hoppaði með svo miklum látum að eftir því var tekið og um það var talað en stuðningsmenn annarra liða stoppuðu við Bjórgarðinn og stóðu stjarfir að fylgjast með íslensku stemningunni.

Sumir reyndar gengu reyndar lengra og vildu taka þátt sem var ekkert nema velkomið og fóru þeir að dansa með Sérsveitinni.

Sigurður Már Davíðsson, myndatökumaður Vísis og Stöðvar 2, tók saman skemmtilegt myndband frá stemningunni sem er að magnast í Höllinni en það má sjá hér að neðan ásamt myndum af fjörinu.

Klippa: Íslendingar í Ólympíuhöllinni á HM 2019.
Sérsveitin er í stuði!vísir/tom
Íslendingar eru mætir í fánalitunum.vísir/tom
Sigvaldi Guðjónsson á sitt fólk í stúkunni.vísir/tom
Ungu strákarnir frá Brasilíu og Þýskalandi elska Ísland núna.vísir/tom
Fyndinn en flottur hattur.vísir/tom
Íslendingarnir eru að koma öðrum í stuð.vísir/tom
Sonja er stjarnan í Bjórgarðinum.vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×