Enski boltinn

Messan: „Sumir hafa verið að líta til Solskjær og nánast gera grín að honum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar fagnar í gær.
Ole Gunnar fagnar í gær. vísir/getty
Messan fór yfir stórleik helgarinnar í þætti sínum í gærkvöldi en stórleikur helgarinnar í enska boltanum var spilaður á Wembley er Manchester United vann 1-0 sigur á Tottenham.

Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en þetta var sjötti leikurinn í röð sem United vinnur eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu.

„Þetta er eins og maður hefur verið að tala um hjá Liverpool með Klopp, Guardiola með City og Pochettino með City. Þar verða menn betri og menn stíga upp og spili betur,“ sagði Reynir Leósson, sparkspekingur.

„Þarna ertu að fá Herrera sem hefur verið hingað til miðlungsleikmaður, upp á ansi hátt level. Það hafa allir stígið upp í liðinu og við verðum að gefa stjóranum það,“ bætti Reynir við.

Reynir segir að þó liðið hafi fengið „auðvelda“ leiki í upphafi stjóratíðar Ole Gunnar þá þurfi samt að klára þessa leiki og allir útileikir í ensku úrvalsdeildinni séu erfiðir.

„Menn geta talað um einhverja mikka mús leiki sem hann hefur fengið fyrst en hér var erfitt test. Allir hafa stígið upp og við verðum að hrósa stjóranum fyrir það.“

„Sumir hafa verið að líta til Solskjær og nánast gera grín að honum. Hann fær ekki fulla virðingu. Gæinn er búinn að vinna sex leiki í röð og er með hundrað prósent sigurhlutfall.“

„Sama hvort að það er Newcastle í ensku úrvalsdeildinni eða hvað það er. Útileikur í ensku úrvalsdeildinni er erfiður og þeir eru búnir að fara í gegnum það.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem Ríkharður Daðason ræðir meðal annars Paul Pogba.

Klippa: Messan: Umræða um Manchester United



Tengdar fréttir

De Gea: Þetta er Manchester United

Spánverjinn var ótrúlegur er Manchester United vann sjötta sigurinn af sjö mögulegum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×