Sport

Ísland fer með tíu manns á heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Margeirsdóttir keppir á HM eins og í fyrra.
Elísabet Margeirsdóttir keppir á HM eins og í fyrra. fréttablaðið/stefán
Frjálsíþróttasamband Íslands sendir fjölmennan hóp á heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum í ár en mótið fer fram í sumar.

Alls munu tíu Íslendingar, fimm karlar og fimm konur, keppa á HM sem fer fram laugardaginn 8. júní 2019 í Miranda do Corvo í Coimbra í Portúgal.

Langhlaupanefnd FRÍ tilkynnti um val á landsliðinu í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Þetta er í níunda sinn sem heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum fer fram en það fór fram á Spáni á síðasta ári. Ísland átti þá átta keppendur og sex þeirra kláruðu.

Bestum árangri náði Sigurjón Ernir Sturluson sem varð í 121. sæti en Daníel Reynisson (190. sæti) var einnig á topp tvöhundruð.

Ragnheiður Sveinbjörnssdóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna þegar hún varð í 86. sæti í kvennaflokki og 230. sæti samanlagt. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir varð í 95. sæti í kvennaflokki og í 248. sæti samanlagt.

Sigurjón Ernir Sturluson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir verða bæði með næsta sumar en það verða einnig Elísabet Margeirsdóttir og Guðni Páll Pálsson.

Keppendur Íslands á HM 2019 eru:

Konur

Rannveig Oddsdóttir

Elísabet Margeirsdóttir

Anna Berglind Pálmadóttir

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir

Melkorka Árný Kvaran

Karlar

Þorbergur Ingi Jónsson

Guðni Páll Pálsson

Ingvar Hjartarsson

Örvar Steingrímsson

Sigurjón Ernir Sturluson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×