Enski boltinn

Chelsea vill fá Cech aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cech varð Englandsmeistari með Chelsea 2015
Cech varð Englandsmeistari með Chelsea 2015 vísir/getty
Chelsea ætlar að fá Petr Cech aftur til félagsins í sumar en tékkneski markvörðurinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta í fótbolta eftir þetta tímabil.

Cech var ellefu ár hjá Chelsea áður en hann færði sig um set og gekk til liðs við nágrannaliðið Arsenal árið 2015.

Chelsea hefur haldið góðu sambandi við markvörðinn og vill félagið fá hann til baka í þjálfarastarf eða sem sendiherra félagsins.

Cech er einn af fáum leikmönnum Chelsea sem náði að mynda náið samband við eigandan Roman Abramovich og var það eigandinn sem leyfði sölunni til Arsenal að ganga í gegn, þvert á það sem þáverandi stjóri Chelsea Jose Mourinho vildi.

Hinn 36 ára Cech býr nálægt æfingasvæði Chelsea í Surray og er talinn vera jákvæður fyrir hugmyndinni.

Cech hefur unnið fimm bikarmeistaratitla, fjóra Englandsmeistaratitla, þrjá deildarbikarmeistaratitla sem og bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina á 15 árum á Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×