Innlent

Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm
Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. Boðað hefur verið til fundar á mánudag.

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, yfirgaf fundinn á undan fulltrúum verkalýðsfélagsins sem ræddu málin aðeins lengur við Bryndísi Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara. Halldór hafði ekki margt að segja fréttamanni Stöðvar 2 að fundi loknum.

Hljóðið í forsvarsmönnum verkalýðsfélaganna þriggja var nokkuð þungt að fundi loknum. Nánar verður rætt við þá á Vísi í dag.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fyrir fundinn að yrði enginn árangur af fundinum í dag teldi hann líklegt að viðræðunum yrði slitið.


Tengdar fréttir

Störukeppni er til lítils

Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×