Lífið

Friðrik Dór gefur út lag og segist ætla að vera um kyrrt á Íslandi

Andri Eysteinsson skrifar
Friðrik Dór gaf í dag út nýtt lag og sagði aðdáendum sínum að það yrði ekki það síðasta sem hann gæfi út á árinu.
Friðrik Dór gaf í dag út nýtt lag og sagði aðdáendum sínum að það yrði ekki það síðasta sem hann gæfi út á árinu. VÍSIR/ANDRI
Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, hjartaknúsarinn og Hafnfirðingurinn Friðrik Dór Jónsson gerði aðdáendur sína glaða með Facebook færslu sinni í dag. Í færslunni greindi hann frá því að nýjasta lag hans, „Ekki stinga mig af“ væri komið á Spotify í lifandi útgáfu frá tónleikum Friðriks í Kaplakrika í október síðastliðnum.

Einnig greindi Friðrik frá því að áform hans og fjölskyldunnar um að flytja erlendis á nýju ári hefðu verið sett á ís. Friðrik greindi frá því síðasta sumar að ákveðin kaflaskil væri í lífi hans og að hann hugðist láta gamlan draum rætast með því að setjast á skólabekk erlendis.

Í samtali við Vísi í sumar  greindi hann frá því að fjölskylduna hafi lengi langað að búa erlendis og líklegt væri að önnurhvor ítölsku borganna Mílanó eða Flórens yrði fyrir valinu. Þar ætlaði Friðrik að nema innanhúshönnun.

Í færslu sinni í dag sagði Friðrik að lífið væri stundum flóknara en plönin sem maður gerir. Því fjölskyldan ákveðið að setja flutningana á ís, í bili allavega.  Friðrik sagðist einnig vera spenntur fyrir því að taka næstu skref og vinna að meiri tónlist með frábæru hæfileikafólki.

Lagið „Ekki stinga mig af“ væri fyrsta en alls ekki síðasta lagið sem hann myndi gefa út árið 2019.


Tengdar fréttir

Friðrik Dór flytur hugljúft lag til dóttur sinnar

"Ég samdi lítið lag til dóttur minnar. Hún er orðin svo stór allt í einu. Fannst það krúttlegt svona á kassagítar og ákvað að deila því með ykkur,“ segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson í færslu sinni á Facebook.

Troðfullur Kaplakriki söng hástöfum með

Friðrik Dór Jónsson stóð fyrir stórtónleikum í Kaplakrika í október og báru þeir nafnið Í síðasta skipti í höfuðið á laginu vinsæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×