Körfubolti

Curry stigahæstur í sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. vísir/getty
Stephen Curry skoraði 28 stig í öruggum sigri Golden State á La Clippers 112-94 í NBA körfuboltanum í nótt.

 

Samtals fóru sjö leikir fram og voru meistararnir meðal þeirra sem voru í eldlínunni. Leikur þeirra við LA Clippers var jafn til að byrja með og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og fóru meistararnir með aðeins nokkurra stiga forskot í hálfleikinn.

 

Það var síðan í seinni hálfleiknum þar sem liðsmenn Golden State náðu nánast öllum völdunum á vellinum og juku forkskot sitt hægt og rólega og unnu að lokum með átján stiga mun.

 

Stigahæstur í liði Golden State var Curry með 28 stig á meðan Kevin Durant var næstur á eftir honum með 24 stig. Tobias Harris var síðan stigahæstur í liði Clippers með 28 stig.

 

Kyrie Irving var síðan í miklu stuði í seinni hálfleik í leik Boston Celtics gegn Memphis Grizzlies en í þriðja leikhlutanum skoraði hann 20 stig af sínum 38 stigum í leiknum sem er heldur magnað. Lokastaðan í þeim leik var 116-122 fyrir Celtics.

 

Úrslit næturinnar:

 

Celtics 122-116 Grizzlies

Pistons 98-93 Heat

Magic 115-117 Nets

Timberwolves 113-116 Spurs

Jazz 115-99 Cavaliers

Clippers 94-112 Warriors

Trail Blazers 128-112 Pelicans

 

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Clippers og Golden State Warriors.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×