Enski boltinn

Tottenham setti 25 milljóna punda verðmiða á Alderweireld

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Barcelona og Manchester United voru sögð á eftir Alderweireld í sumar en hvorugt félagið gerði tilboð í varnarmanninn
Barcelona og Manchester United voru sögð á eftir Alderweireld í sumar en hvorugt félagið gerði tilboð í varnarmanninn vísir/getty
Tottenham hefur virkjað framlengingarákvæði í samningi Toby Alderweireld og er hann nú bundinn félaginu til 2020.

Belgíski varnarmaðurinn hefur verið hjá Tottenham síðan 2015 en hann var mikið orðaður við Manchester United í sumar.

Alderweireld hefur komið við sögu í 15 deildarleikjum Tottenham á tímabilinu.

Með því að virkja framlengingu á samningnum setti Tottenham 25 milljón punda verðmiða á Belgann sem annars hefði getað verið frjáls ferða sinna í sumar.

Alderweireld kostaði Tottenham 11,5 milljónir punda þegar hann kom til félagsins og samkvæmt heimildum ESPN er félagið sátt við að fá 25 milljónir fyrir hann, en erfiðlega hefur gengið að semja við varnarmanninn um nýjan langtímasamning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×