Enski boltinn

Þessir keppa við Klopp um titilinn stjóri mánaðarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp er tilnefndur en ekki Unai Emery.
Jürgen Klopp er tilnefndur en ekki Unai Emery. Getty/John Powell
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er tilnefndur sem besti knattspyrnustjóri desember í ensku úrvalsdeildinni og það þarf ekki að koma mikið á óvart.

Fjórir aðrir stjórar eru tilnefndir en það eru þeir Manuel Pellegrini hjá West Ham, Mauricio Pochettino hjá Tottenham, Maurizio Sarri hjá Chelsea og Nuno Espirito Santo hjá Wolves.

Liverpool vann alla sjö deildarleiki sína í desember og kom sér í mjög góða stöðu í toppsætinu.





Markatala Liverpool í desember var 22-3 eða 19 mörk í plús. Liðið skoraði meira en þrjú mörk í leik og fékk á sig minna en hálft mark í leik.

Átta leikmenn koma til greina í valinu á besta marki desembermánaðar en þá má sjá hér fyrir neðan. Lið Tottenham og Crystal Palace eiga bæði tvo fulltrúa í þessum átta manna hóp.

Mark Andros Townsend er mjög sigurstranglegt en þá má heldur ekki gleyma einstaklingsframtaki Roberto Firminoá móti Arsenal.

Andros Townsend (CRY á móti BUR)

Pierre-Emerick Aubameyang (ARS á móti TOT)

Jose Holebas (WAT á móti CAR)

Andros Townsend (MCI á móti CRY)

Christian Eriksen (EVE á móti TOT)

Victor Camarasa (LEI á móti CAR)

Roberto Firmino (LIV á móti ARS; mark númer tvö)

Harry Kane (TOT á móti WOL)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×