Enski boltinn

Getur ekki spilað fótbolta eftir að hafa farið út með ruslið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ætli Hutchinson láti konuna sjá um að fara út með ruslið í framtíðinni?
Ætli Hutchinson láti konuna sjá um að fara út með ruslið í framtíðinni? vísir/getty
Miðjumaðurinn Shaun Hutchinson getur ekki spilað með liði sínu Millwall gegn Hull City í ensku bikarkeppninni á morgun. Ástæðan er þó heldur óvenjuleg.

Hutchinson var að fara út með ruslatunnurnar um áramótin og skar sig illa á fæti, svo illa að úr varð stórt sár sem heldur honum frá keppni í einhvern tíma.

„Hutch lenti í stórskrýtnu slysi þegar hann var að setja ruslatunnurnar út í gærmorgun. Hann er með stóran skurð á sköflunginum og verður frá í einhvern tíma en ég veit ekki meira,“ sagði knattspyrnustjóri Millwall Neil Harris á blaðamannafundi á öðrum degi ársins.

Millwall er í 19. sæti ensku B-deildarinnar sem stendur. Hutchinson hefur spilað 16 leiki fyrir liðið í deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×