Víti í uppbótartíma skaut Burnley áfram │West Ham og Bournemouth einnig áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wood skorar sigurmarkið.
Wood skorar sigurmarkið. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru komnir í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 1-0 sigur á B-deildarliði Barnsley á heimavelli í kvöld.

Eina mark leiksins kom í uppbótartíma en þá skoraði Chris Wood úr vítaspyrnu. Jóhann Berg Guðmundson spilaði síðasta hálftímann fyrir Burnley.

Brighton hafði betur gegn Bournemouth í úrvalsdeildarslag 3-1. Anthony Knockaert og Yves Bissouma komu Brighton í 2-0 áður en March Pugh minnkaði muninn. Flordin Andone innsiglaði svo sigurinn í síðari hálfleik.

West Ham kláraði Birmingham nokkuð þægilega, 2-0. Fyrsta markið kom strax á annarri mínútu er Marko Arnautovic skoraði. Í uppbótartíma var það svo Andy Carroll sem skoraði með sínu fyrsta marki síðan í apríl.

WBA er einnig komið áfram eftir sigur gegn Wigan með minnsta mun, 1-0, en framherjinn Bakary Sako skoraði sigurmarkið á 31. mínútu.

Sheffield Wednesday og Luton þurfa að mætast aftur eftir markalaust jafntefli og það þurfa Shrewsbury og Stoke einnig að gera eftir 1-1 jafntefli. Mark Stoke skoraði Peter Crouch.

Úrslit dagsins:

Bournemouth - Brighton 1-3

Burnley - Barnsley 1-0

Manchester United - Reading 2-0

Sheffield Wednesday - Luton 0-0

Shrewsbury - Stoke 1-1

WBA - Wigan 1-0

West Ham - Birmingham 2-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira