Morata skaut Chelsea áfram í svanasöng Fabregas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabregas þakkar fyrir sig.
Fabregas þakkar fyrir sig. vísir/getty
Alvaro Morata skoraði bæði mörk Chelsea sem vann 2-0 sigur á Nottingham Forest í þriðju umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims í dag.

Staðn var markalaus í hálfleik en í fyrri hálfleik fékk Cesc Fabregas gullið tækifæri til að koma Chelsea yfir. Hann lét hins vegar Luke Steele verja frá sér vítaspyrnu.

Callum Hudson-Odoi lagði upp fyrra markið fyrir Morata á 49. mínútu og tíu mínútum síðar voru þeir tveir aftur á ferðinni er Morata kom Chelsea í 2-0.

Cesc Fabregas spilaði sinn 500. leik í enskum fótbolta á dögunum og hann var með fyrirliðabandið hjá Chelsea í dag. Honum var svo skipt af velli fimm mínútum fyrir leikslok og er talið að þetta verði hans síðasti leikur á enskri grundu.

„Eftir yfir 500 leiki fyrir Arsenal og Chelsea er þetta í síðasta skipti sem við sjáum Cesc Fabregas í enskum fótbolta,“ sagði Ian Dennis, lýsandi BBC, í lýsingu sinni frá Brúnni.

Fabregas er orðaður við Mónakó í Frakklandi en miðjumaðurinn hefur verið í auka hlutverki það sem af er tímabili.

Chelsea er hins vegar komið í fjórðu umferð bikarkeppninnar en B-deildarliðið Nottingham Forest er úr leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira