Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 98-90 │Þór skellti toppliðinu

Sindri Freyr Ágústsson í Icelandic Glacial höllinni og Þorlákshöfn skrifa
vísir/bára
Þórsarar urðu í kvöld annað liðið til þess að leggja bikarmeistara Tindastóls af velli er Þórsarr unnu níu stiga sigur í leik liðanna í Þorlákshöfn, 99-90.

Afhverju vann þór?

Þórsarar komu grimmir inn í leikinn og var það ljóst frá fyrstu sókn leiksins að þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir hreyfðu boltann vel og menn voru alltaf á hreyfingu án boltans.

Heimamenn voru ákveðnir inn í teignum og hirtu 42 fráköst gegn 33 hjá gestunum. Frákasta baráttan er mjög mikilvæg í svona jöfnum leikjum.

Urald King fór út af um miðjan þriðja leikhluta vegna meiðsla og var hann búinn að vera frábær áður en hann meiddist. Alltaf erfitt að missa svona góðan leikmann út af í erfiðum leikjum.

Lykilmenn

Hjá heimamönnum er erfitt að segja hver hafi verið lykilmaður, þeir áttu allir góðan leik. Jaka Brodnik, sá frábær leikmaður endaði samt stigahæstur hjá heimamönnum í kvöld.

Nik Tomsick og Kinu Rochford enduðu báðir með flottar tvennur.

Urald King var án nokkurs vafa besti leikmaður gestana áður en hann fór meiddur út af, hann var kominn með 22 stig og 6 fráköst. Brynjar Þór átti einnig fínan leik en hann setti 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og sýndi enn og aftur hversu góð skytta hann er.

Hvað gekk illa?

Það sem gekk illa hjá báðum liðum var fyrst og fremst vítanýtingin. Þórsarar settu 18 af 27 vítum sínum sem er ekki frábær nýting en það varð þeim ekki að falli í kvöld. Tindastóllsmenn voru með verri nýtingu, þeir skoruðu aðeins úr 16 af 27 af línuni.

Það gekk ekki alveg nógu vel hjá gestunum að stíga út í varnarfráköstum og náðu heimamenn að taka 15 sóknarfráköst gegn þeim.

Hvað næst?

Þórsarar fara í heimsókn til Njarðvíkur þar sem þeir mæta sjóðheitum Njarðvíkingum. Þetta var þriðji sigur Þórsara í röð og munu þeir þurfa að eiga annan svona góðan leik til að þeir verða fjórir í röð.

Tindastóll tekur á móti Val næsta fimmtudag. Valsarar verða án Kendall Anthony af því að hann var seldur til Frakklands. Stólanir voru að tapa aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu og það er nokkuð ljóst að þeir munu mæta grimmir í næsta leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira