Íslenski boltinn

Jón Þór: Mikill hugur í leikmönnunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn séu klárir í slaginn fyrir komandi ár með landsliðinu.

Skagamaðurinn valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp þar sem hann hafði úr öllum íslensku leikmönnunum að velja en liðið spilar æfingarleik við Skotlandi á La Manga.

„Okkur fannst það mjög mikilvægt á þessum tímapunkti að fá allan hópinn saman. Við erum að fara svo í sterkt æfingamót á La Manga í febrúar,“ sagði Jón Þór á blaðamannafundinum.

„Okkur fannst mikilvægt að tefla fram sterku liði í þessum leik gegn mjög öflugum andstæðing,“ en leikurinn fer fram undir lok mánaðarins.

Endirinn á síðustu undankeppni var grátlegur en liðið mistókst að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir HM sem fer fram í Frakklandi síðar á þessu ári. Jón Þór segir að leikmennirnir séu klárir í slaginn.

„Það er mikill hugur í leikmönnunum. Leikmennirnir eru staðráðnir í að hefja landsliðsárið 2019 af krafti og fara inn í undankeppnina af krafti.“

„Strax fann ég fyrir miklum einhug að leikmenn væru klárir og enginn á þeim buxunum að gefa neitt eftir í því.“


Tengdar fréttir

Sterkur hópur fyrir fyrsta landsleik Jóns Þórs

Kvennalandslið Íslands spilar æfingaleik gegn Skotum á La Manga á Spáni 21. janúar. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir það verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×