Enski boltinn

Enski bikarinn heldur áfram í dag: Stöð 2 Sport sýnir tíu leiki í beinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi verður væntanlega í eldlínunni í dag.
Gylfi verður væntanlega í eldlínunni í dag. vísir/getty
Það verður knattspyrnuveisla á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag en alls verða tíu leikir í enska bikarnum sýndir í beinni.

Fjögur Íslendingalið verða í eldlínunni og tvö af þeim spila klukkan 12.30 en Jón Daði Böðvarsson og félagar í Reading heimsækja leikvang draumanna er þeir mæta Old Trafford.

Jóhann Berg Guðmundsson gæti fengið frí er Burnley spilar við B-deildarlið Barnsley á heimavelli en Jóhann Berg hefur spilað mikið í jólatörninni sem er nýafstaðinn hjá Burnley sem er í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton mæta C-deildarliðinu Lincoln á heimavelli klukkan þrjú en það hefur ekki gengið né rekið hjá þeim bláklæddu upp á síðkastið. Aron Einar Gunnarsson og Cardiff fá Gillingham í heimsókn til Wales.

Chelsea spilar við Nottingham Forest, Arsenal spilar við Blackpool og fjölda annarra leikja. Alla leikina má sjá hér að neðan sem og þá leiki sem verða í beinni útsendingu.

Leikir dagsins:

12.30 Bournemouth - Brighton (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)

12.30 Burnley - Barnsley (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)

12.30 Man. United - Reading (Í beinni á Stöð 2 Sport)

12.30 West Ham - Birmingham (Í beinni á Stöð 2 Sport 3)

12.30 Sheffield Wednesday - Luton

12.30 Shrewbury - Stoke

12.30 WBA - Wigan

15.00 Accrington - Ipswich

15.00 Aston Villa - Swansea

15.00 Bolton - Walsall

15.00 Brentford - Oxford

15.00 Chelsea - Nottingham Forest (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)

15.00 Derby - Southampton (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)

15.00 Everton - Lincoln (Í beinni á Stöð 2 Sport)

15.00 Fleetwood - Wimbledon

15.00 Gillingham - Cardiff (Í beinni á Stöð 2 Sport 3)

15.00 Middlesbrough - Peterborough

17.30 Blackpool - Aresnal (Í beinni á Stöð 2 Sport)

17.30 Bristol - Huddersfield

17.30 Crystal Palace - Grimsby

17.30 Newcastle - Blackburn (Í beinni á Stöð 2 Sport 2)

17.30 Norwcich - Portsmouth




Fleiri fréttir

Sjá meira


×