Fótbolti

Kolbeinn leysir Kára af hólmi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik.
Kolbeinn gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik. mynd/brentford
Kolbeinn Birgir Finnsson er kominn inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir janúarverkefnin eftir að Kári Árnason dró sig úr hópnum.

Kolbeinn Birgir er nítján ára gamall og er á mála hjá Brentford í ensku B-deildinni en hefur þó ekki náð að leika leik fyrir aðallið félagsins.

Hann hefur verið í atvinnumennsku í nokkur ár en áður en hann gekk í raðir Brentford var hann á mála hjá Gröningen í Hollandi þar sem hann náði ekki að brjóta sig inn í aðalliðið.

Kári Árnason hefur þurft að draga sig úr hópnum og tekur Kolbeinn sæti hans en íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Eistlandi í Katar.

Leikurinn gegn Svíþjóð fer fram ellefta janúar og fjórum dögum síðar eru það Eistarnir sem bíða.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×