Körfubolti

Ægir: Ættum að reka hann strax

Benedikt Grétarsson skrifar
Ægir í leik með Stjörnunni.
Ægir í leik með Stjörnunni. vísir/bára
Ægir Þór Steinarsson stýrði Stjörnunni til útisigurs gegn ÍR en Garðbæingar unnu 83-106.

„Til að byrja með var mikill sóknarleikur hjá báðum liðum en við náðum að herða þetta aðeins í seinni hálfleik. Það er alls ekki auðvelt að koma hingað í mikla stemmingu en sem betur fer náðum við að slíta okkur frá þeim í seinni hálfleik,“ sagði sáttur Ægir eftir leik.

Gerald Robinson fauk af velli eftir tvö heimskuleg bro tog það auðveldaði Stjörnunni lífið.

„Þá var þetta bara búið hjá þeim sko. Leikurinn er í járnum þangað til smá þreyta er komin í þá og Gerald farinn útaf. Hann var að gera okkur lífið leitt í sóknarfráköstum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta.“

Töluverð undiralda var í leiknum, bæði á pöllunum og inni á vellinum. Skynjaði Ægir það líka?

„Er það ekki alltaf? Þetta eru Ghetto-hooligans! Það er alltaf einhver undiralda og barátta liðanna í úrslitakeppninni undanfarin ár kyndir í því þrátt fyrir að þetta séu kannski tvö algjörlega ný og öðruvísi lið. Þetta er bara gaman og poppar þetta upp. Fínt að byrja árið á þessu,“ sagði Ægir brosandi.

Brandon Rozzell lék sinn fyrsta leik og skoraði 37 stig. Hvernig er Ægir að kunna við þennan nýja liðsfélaga sinn?

„Ég hugsa að við ættum bara að reka hann eftir þennan leik fyrir að ná ekki 40 stigum, algjörlega skammarleg frammistaða,“ sagði Ægir léttur en bætti svo við.

„Nei nei, við fáum þriggja stiga skyttu í honum en missum kannski fráköst og varin skot í Paul Jones. En já, við erum ánægðir með þennan gæja, mjög svo.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×