Sport

Hvað verður um Antonio Brown?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvert fer Antonio Brown?
Hvert fer Antonio Brown? vísir/getty
Einn besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, er líklega á förum frá Pittsburgh Steelers.

Það hefur verið mikil ólga í kringum Steelers í allan vetur. Ekki bara í kringum hlauparann Le'Veon Bell heldur einnig í kringum Brown sem hefur ekki verið auðveldur í samskiptum.

Hann missti af lokaleik tímabilsins og að sögn vegna þess að hann hafði verið að rífast við leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger.

Forráðamenn Steelers eru víst búnir að fá nóg og eru sagðir ætla að reyna að losa sig við Brown sem fyrst. Þeir vilja þó eðlilega fá mikið á móti enda fáir leikmenn í deildinni í sama gæðaflokki og útherjinn.

Þeir ætla nú að ræða við áhugasöm félög en Brown hefur meðal annars verið orðaður við San Francisco 49ers.

Það er ekki á hverjum degi sem svona biti er á lausu og ljóst að hart verður slegist um leikmanninn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×