Körfubolti

„Fór úr því að vera manneskja í eitthvað rusl sem mátti brenna“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vinson í leik með Njarðvík á síðustu leiktíð.
Vinson í leik með Njarðvík á síðustu leiktíð. vísir/bára
Bandaríski körfuboltamaðurinn Terrell Vinson ber forráðamönnum körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ekki vel söguna og segir þá hafa komið skelfilega fram við sig.

Vinson spilaði með Njarðvík í fyrra en fór yfir til Grindavíkur fyrir núverandi tímabil. Í öðrum leik tímabilsins varð hann fyrir því óláni að slíta krossband í hné og tímabilinu lokið. Þá tóku við skrítnar tímar hjá leikmanninum.

„Um leið og ég meiddist fór allt til fjandans og það hratt. Það var hætt að koma fram við mig eins og mann­eskju,“ segir Vinson í viðtali við mbl.is og bætti við.

„Það var eins og ég færi úr því að vera manneskja í þeirra augum og í eitthvert rusl sem mátti brenna og losa sig við. Ég meiddist 11. október og daginn eftir mætti formaðurinn heim til mín og rak mig á staðnum. Það var mikil óvissa sem fylgdi.“

Bandaríkjamaðurinn segir við mbl.is að sér hafi síðan verið hent út úr íbúð sinni um leið og Grindavík var búið að semja við nýja leikmenn í hans stað. Félagið hafi svo haldið áfram að koma illa fram við hann.

Vinson er enn á Íslandi þar sem hann ætlar að klára endurhæfinguna eftir meiðslin. Hann segist hafa lent í ýmsu á ferlinum en ekkert í líkingu við það sem hann hefur upplifað í Grindavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×