Innlent

Hópur gerði aðsúg að manni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk laust fyrir hálf eitt í nótt tilkynningu um líkamsárás við veitingahús í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hópur manna gerði aðsúg að manni en árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar en hann var með áverka á höfði.

Þetta var ekki eina líkamsárásin sem átti sér stað í nótt því laust eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í hverfi 101. Gerandinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Þolandi árásarinnar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um alvarleika meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×