Innlent

Sprenging í bílskúr í Kópavogi

Andri Eysteinsson skrifar
Slökkvilið fór á staðinn og tryggði að eldur væri ekki í rústum.
Slökkvilið fór á staðinn og tryggði að eldur væri ekki í rústum. Vísir/vilhelm
Sprenging varð í bílskúr í Holtagerði í Kópavogi í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá því að engin slys hafi orðið á fólki en að miklar skemmdir hafi orðið á bílskúrnum og á íbúðarhúsi.

Húsráðandi mun hafa verið við viðgerðir á sportbíl og telur Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, að loftið í bílskúrnum hafi mögulega verið orðið bensínmettað og það hafi ollið sprengingu þegar bíllinn var gangsettur.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að eigandi bílsins vildi ekki fara á slysadeild. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×