Fótbolti

Cristiano Ronaldo skorar á Lionel Messi í nýju viðtali

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, framherji Juventus, beindi orðum sínum til Lionel Messi í nýjasta viðtalinu sínu.

Cristiano Ronaldo skoraði þar á erkifjanda sinn Lionel Messi að koma til síns í ítölsku deildina.

Juventus keypti Cristiano Ronaldo frá Real Madrid síðasta sumar en Portúgalinn hafði þá spilað á Spáni frá árinu 2009.

„Ég vil sjá hann koma til Ítalíu einn daginn,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við ítalska fjölmiðla sem BBC segir frá.





„Ég vona að hann takist á við slíka áskorun eins og ég en ef hann er ánægður þar sem hann er þá skil ég það svo sem alveg,“ sagði Cristiano Ronaldo.

Cristiano Ronaldo spilaði í níu tímabil með Real Madrid og allan þann tíma kepptust þeir Lionel Messi um það vera besti knattspyrnumaður heims.

Ronaldo segist ekki sakna Lionel Messi. „Nei, kannski er það hann sem saknar mín,“ sagði Ronaldo.

„Ég hef spilað á Englandi, á Spáni, á Ítalíu, í Portúgal og fyrir landsliðið mitt en hann er ennþá á Spáni,“ sagði Ronaldo.

„Kannski þarfnast hann mín meira. Að mínu mati er lífið áskorun. Ég er hrifinn af því og ég hef gaman að því að gleðja fólk,“ sagði Ronaldo.

„Messi er frábær leikmaður og góður gæi en ég sakna einskis frá Spáni. Þetta er mitt nýja líf og ég er ánægður. Ég fór út fyrir þægindarammann og tók á mig þessa áskorun hér í Torinio. Allt hefur gengið vel og ég hef sannað að ég er ennþá stórskostlegur leikmaður,“ sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×