Sport

Björgvin Karl upp í annað sætið eftir eyðimerkurhlaupið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Wills vann grein þrjú.
Brendan Wills vann grein þrjú. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp
Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda.

Björgvin Karl er nú kominn upp í annað sætið þegar búnar eru þrjár greinar á mótinu. Hann er með 243 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir efsta manni sem Willy Georges.

Björgvin Karl varð sjöundi í einu grein dagsins sem var átta kílómetra hlaup í eyðimörkinni. Helming leiðarinnar þurfti íþróttafólkið að hlaupa með þyngingarvesti.

Björgvin Karl kom í mark á 36 mínútum og 13 sekúndum en fyrstur í mark var Brendan Willis á 34 mínútum og 19 sekúndum. Björgvin fékk 73 stig fyrir grein dagsins en hafði náð fjórða sætinu í fyrstu tveimur greinunum.

Næstur á eftir Björgvini er áfram margfaldi Crossfit meistarinn Mathew Frasier en Frasier er þremur stigum á eftir Íslendingnum. Frederik Ægidius, unnusti Anníe Mist Þórisdóttur, er í 20. sæti eftir þessa tvo fyrstu keppnisdaga.





Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð níunda í eyðimerkurhlaupinu en hélt sjötta sætinu. Sara vann fyrstu grein en datt niður í sjötta sætið eftir grein tvö. Sara er kominn með 224 stig eftir þrjár greinar en hún er aðeins fjórum stigum frá fimmta sætinu.

Efst er Samantha Briggs með 285 stig eða tuttugu stigum meira en Jamie Greene sem er önnur. Sara er 61 stigi á eftir efstu konu.

Oddrún Eik Gylfadóttir er í níunda sæti með 199 stig en hún endaði einu sæti oig 24 sekúndum á undan Söru í eyðimerkurhlaupinu. Sara kom í mark á 41 mínútu og 47 sekúndum en Eik á 41 mínútu og 23 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×