Fótbolti

Atletico tókst ekki að tylla sér á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stuani er markavél
Stuani er markavél vísir/getty
Atletico Madrid átti möguleika á að tylla sér í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið heimsótti Girona í dag en Girona er einnig nálægt efstu liðum.

Markahrókurinn Christian Stuani kom Girona yfir með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Það stefndi allt í sigur heimamanna eða þar til á 82.mínútu þegar Jonas Ramalho varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Atletico Madrid með 25 stig í 3.sæti, stigi á eftir toppliði Sevilla en Girona hefur 21 stig í 6.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×