Man Utd burstaði botnliðið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rashford skoraði eitt og lagði upp tvö.
Rashford skoraði eitt og lagði upp tvö. Vísir/Getty
Manchester United fékk botnlið Fulham í heimsókn á Old Trafford í dag og þurftu lærisveinar Jose Mourinho á þremur stigum að halda til að missa liðin í efri hlutanum ekki allt of langt frá sér.

Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og strax á 13.mínútu skoraði Ashley Young með föstu skoti. Juan Mata tvöfaldaði forystuna skömmu síðar og Romelu Lukaku sá til þess að Man Utd fór með þriggja marka forystu í leikhléið.

Gestirnir náðu að klóra í bakkann þegar Aboubakar Kamara skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið á Ander Herrera. Nokkrum sekúndum síðar var hins vegar öll von úti hjá gestunum þegar Andre Zambo Anguissa fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Man Utd nýtti sér liðsmuninn til að auka forystuna aftur í þrjú mörk. Það gerði Marcus Rashford með þrumuskoti utan vítateigs. Lokatölur 4-1 fyrir Manchester United.

Viðtal við Mourinho


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira