Handbolti

Stelpurnar hans Ágústs töpuðu fyrsta leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar Val í Olísdeild kvenna ásamt því að stýa færeyska landsliðinu
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar Val í Olísdeild kvenna ásamt því að stýa færeyska landsliðinu Vísir/Vilhelm
Ágúst Þór Jóhannsson og hans lærisveinar í færeyska kvennalandsliðinu í handbolta töpuðu fyrsta leiknum í forkeppni HM í handbolta 2019.

Færeyska liðið mætti því finnska í Norðurlandaslag í Sviss í dag þar sem undanriðillinn er leikinn. Stúlkurnar hans Ágústs voru með tveggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks 12-10 en töpuðu að lokum með þremur mörkum 19-22.

Liðið mætir Litháen á morgun en Litháar spila við Sviss seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×