Íslenski boltinn

„Hefur verið einn besti völlur landsins en við búum á norðurhjara veraldar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fimm lið munu spila heimaleiki sína á gervigrasi næsta sumar í efstu deild karla í fótbolta. Nýjasti völlurinn í efstu deild sem býður upp á gervigras næsta sumar er Kópavogsvöllur.

Valur, Stjarnan, Fylkir, HK og Breiðablik munu spila á gervigrasi næsta sumar en verklok eru áætlun fimmtánda maí. Eru Blikar með varaáætlun ef það klikkar en Pepsi-deildin hefst yfirleitt í byrjun maí?

„Planið er að öll lagnavinna verði búin fimmtánda apríl 2019 og síðan verði farið á fullt í að leggja grasið svo fimmtándi maí er tímasetningin,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks.

Sjá einnig:Grasið nánast farið af Kópavogsvelli | Myndir

„Við höfum enga ástæðu til annars en að ætla að það allt standist. Þeir leggja sig allan fram við það, ég veit það. Auðvitað gæti þetta dregist um einn til tvo daga en þá spilum við bara fyrstu tvo heimaleikina á útivelli. Það má vel vera.“

„Við leggjum allt kapp á að þetta verði klárt. Fimmtándi maí er dagsetningin," en eru þetta mistök að skipta frá einum besta grasvelli landsins yfir á gervigras?

„Þetta hefur verið einn besti völlur landsins en búum á norðurhjara veraldar. Þetta er það sem koma skal og liðin sem voru með okkur í toppbaráttunni voru á gervigrasi. Það verður allt önnur nýting á þessu. Þetta er framtíðin.“

Innslagið úr kvöldfréttunum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×