Lífið

Vörpuðu steðja ofan úr 45 metra háum turni

Andri Eysteinsson skrifar
Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem steðji kemur fljúgandi niður úr þessum ástralska turni.
Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem steðji kemur fljúgandi niður úr þessum ástralska turni.
Scott Gaunson, Brett Stanford og Derek Herron eru mennirnir á bak við YouTube-stöðina How Ridiculous.

Þeim félögum finnst fátt skemmtilegra en að fara með þunga hluti upp í háan turn og kasta hlutnum svo niður. Strákarnir reyndu í þriðja skiptið á styrk skothelds glers.

Í þetta skipti varð steðji fyrir valinu, eftir að vatnsblöðrum hafði verið varpað á skothelda glerið var komið að því að sleppa steðjanum á glerið úr 45 metra hæð.

Sjón er sögu ríkari en sjá má þegar Derek Herron sleppir steðjanum eftir um sjö og hálfa mínútu.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×