Enski boltinn

Sjáðu klúður ársins og öll flottustu mörkin í enska um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold fagnar frábæru marki sínu.
Trent Alexander-Arnold fagnar frábæru marki sínu. Vísir/Getty
Þrettándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gærkvöldi með sigri Newcastle United á útivelli á móti Burnley.

Manchester City og Liverpool héldu áfram sigurgöngu sinni um helgina og Tottenham kom sér inn í toppbaráttuna fyrir alvöru með sigri á Chelsea.

Everton vann mikilvægan sigur þökk sé sigurmarki Gylfa Þórs Sigurðssonar en það kom ekkert sigurmark hjá Manchester United í markalausu jafntefli á heimavelli.

Newcastle United vann 2-1 útisigur á Burnley sem lék án Jóhanns Berg Guðmundssonar. Newcastle liðið fékk tækifæri til að bæta við mörkum en Skotanum Matt Ritchie tókst einhvern veginn að hitta ekki markið úr algjöru dauðafæri. Það má sjá öll mörkin úr leiknum sem og þetta klúður ársins hér fyrir neðan.



Klippa: FT Burnley 1 - 2 Newcastle


Öll mörk úr ensku úrvalsdeildinni koma inn á Vísi og þar má einnig allskonar samantektir frá helginni. Meðal annars eru valin flottustu mörkin og flottustu markvörslurnar. Allt þetta má sjá hér fyrir neðan eða inn á sjónvarpsvefnum á Vísi.



Klippa: Goals Of The Round




Klippa: Saves Of The Round




Klippa: Weekend Roundup




Klippa: Moment Of The Round



Fleiri fréttir

Sjá meira


×