Handbolti

Logi um Daníel: Finnst hann besti markvörður deildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daníel Freyr Andrésson
Daníel Freyr Andrésson S2 Sport
Daníel Freyr Andrésson var frábær í liði Vals sem hafði betur gegn KA í Olísdeild karla í gær. Daníel hefur heillað í marki Valsmanna og á tilkall í íslenska landsliðshópinn að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.

„Ég spyr bara, hvort myndir þú taka Daníel, sem er búinn að vera með 40 prósent vörslu í síðustu 4-5 leikjum, eða Viktor Gísla inn í landsliðið?“ spurði Logi Geirsson sessunaut sinn Sebastian Alexandersson í þætti gærkvöldsins.

„Ja, sko, ég er þeirrar skoðunnar að þú átt að velja það landslið sem er best hverju sinni. Eins og staðan er í dag er Daníel betri en Viktor Gísli,“ svaraði Basti.

„Viktor Gísli er náttúrulega framtíðin og allt það, en á að velja hann út frá því sem hann gæti orðið?“

„Mér finnst hann langbesti markmaðurinn í þessari deild,“ sagði Logi.

Aron Rafn Eðvarðsson er að glíma við meiðsli og óljóst hvort hann fari með Íslandi á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar og þá opnast dyr fyrir Viktor Gísla, Daníel Frey eða Ágúst Elí Björgvinsson að fara á stórmót með íslenska landsliðinu.

Alla umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Viktor Gísli eða Daníel Freyr í landsliðið?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×