Handbolti

Seinni bylgjan: Bara bilað að vera með svona leikmannahóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Rúnarsson.
Anton Rúnarsson. Vísir/Vilhelm
Seinni bylgjan fór yfir leik Valsmanna í KA-húsinu í síðasta þætti sínum um Olís deildina í handbolta en Valsliðið sótti þá tvö mjög góð stig norður til Akureyrar.

Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, nefndi sérstaklega frammistöðu þeirra Antons Rúnarssonar og Magnúsar Óla Magnússonar.

Anton Rúnarsson skoraði 9 mörk úr 12 skotum og Magnús Óli Magnússon var með 7 mörk í 14 skotum. Báðir gáfu þeir líka tvær stoðsendingar. Anton og Magnús Óli áttu því saman þátt í 20 mörkum en Valsliðið skoraði 22 mörk í öllum leiknum.

„Þeir voru bara sóknarleikur Vals í þessum leik,“ sagði Tómas Þór og Sebastian Alexandersson tók undir það.

„Þetta er það sem þú færð þegar þú ert með svona frábæran leikmannahóp. Þetta er svipað eins og við vorum að tala um Selfoss í fyrra og oft á þessu tímabili líka. Það þarf aldrei sami gæinn að vera bestur því þú ert með nóg af hæfileikamönnum til að taka við keflinu,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Það er bara bilað að vera með svona leikmannahóp,“ sagði Sebastian. Það má finna allt innslagið um þessa stjörnuframmistöðu Valsmannannna tveggja hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Tveir Valsmenn sem voru í stuði í KA-húsinu







Fleiri fréttir

Sjá meira


×