Enski boltinn

Gylfi yfirgaf Brúna í spelku

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gylfi í baráttunni við Jorginho, en það var einmitt hann sem tæklaði Gylfa í dag
Gylfi í baráttunni við Jorginho, en það var einmitt hann sem tæklaði Gylfa í dag Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn.



Jorginho tæklaði Gylfa illa í fyrri hálfleik en Gylfi lék þrátt fyrir það í rúmar 50 mínútur til viðbótar áður en hann var tekinn af velli.



Marco Silva, stjóri Everton sagði eftir leik að honum þætti ólíklegt að Gylfi myndi leika með Íslandi í landsleikjahléinu sem er framundan.



Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni og svo Katar í vináttulandsleik.



Guðmundur Hilmarsson, fréttamaður hjá Morgunblaðinu birti mynd af Gylfa á Twittersíðu sinni þar sem sést í Gylfa í spelkunni. Myndina má sjá hér að neðan.

 

Fréttirnar af Gylfa bæta gráu ofan á svart þar sem Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að draga sig úr landsliðshópnum í dag vegna meiðsla en Andri Rúnar Bjarnason var kallaður inn í hópinn í hans stað. 

 





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×