Innlent

Læknar vilja rafrettur úr sölu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Notkun á rafrettum hefur aukist mikið að undanförnu.
Notkun á rafrettum hefur aukist mikið að undanförnu. Vísir/Getty
Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu. Aðalfundur félagsins fór fram um liðna helgi en þar var ályktun þess efnis samþykkt.

Í ályktun fundarins er vísað í tölur úr könnun frá Embætti landlæknis þar sem sýnt er fram á að ríflega 22 prósent barna í 10. bekk höfðu reykt rafrettu einu sinni eða oftar síðasta mánuðinn.

„Fundurinn skorar á yfirvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er, því rafrettur eru hættulegar,“ segir í ályktuninni.

Alþingi samþykkti í júní frumvarp til nýrra laga um rafrettur og áfyllingar. Þau öðlast gildi hinn 1. mars á næsta ári en lagaumgjörð um rafrettur hefur hingað til ekki verið til hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×