Heimsæktu félagsmiðstöð í dag! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:08 Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun