Fótbolti

Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar sat fyrir svörum í Brussel í dag ásamt landsliðsþjálfaranum Erik Hamrén.
Aron Einar sat fyrir svörum í Brussel í dag ásamt landsliðsþjálfaranum Erik Hamrén. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018.

Belgískur blaðamaður spurði Aron út í gengi Íslands á árinu á blaðamnanafundi í Brussel í dag en Aron viðurkennir að þetta sé búið að vera erfitt.

„Þetta er búið að vera erfitt. Við erum búnir að spila við frábær lið. Sjálfstraustið hefur aðeins minnkað eins og gerist í fótboltanum,“ sagði Aron Einar.

„Við höfum verið í smá meiðslavandræðum en við felum okkur ekkert á bak við það. Það er engin ein skýring á þessu gengi frekar en að það var engin ein skýring á velgengni okkar.“

Flautað verður til leiks í Brussel klukkan 19.45 annað kvöld en hitað verður upp á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×