Innlent

Bein útsending: Önnur umræða fjárlaga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Spjótin beindust að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, á þingi í gær og búast má við að gagnrýnin verði ekki minni í dag.
Spjótin beindust að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, á þingi í gær og búast má við að gagnrýnin verði ekki minni í dag. vísir/vilhelm
Önnur umræða fjárlaga hefst á Alþingi klukkan 10:30 í dag. Fjárlaganefnd hefur lokið vinnu sinni við frumvarpið en breytingartillögu og nefndaráliti meirihluta nefndarinnar var dreift á þingi í gær.

Tillögur meirihlutans hafa sætt þó nokkurri gagnrýni, ekki hvað síst tillaga um að lægra viðbótarframlag vegna kerfisbreytinga sem hafa það að markmiði að bæta kjör öryrkja.

Eftir fyrstu umræðu á þingi hljóðaði sú upphæð upp á fjóra milljarða en meirihluta fjárlaganefndar leggur til að upphæðin verði lækkuð um 1100 milljónir, það er í 2,9 milljarða króna. Rökin fyrir þessari breytingu eru sú að vinna við hvernig staðið verður að kerfisbreytingarnar er ekki lokið.

Stjórnarandstæðan hefur mótmælt þessu skerta framlagi harðlega og segja að þarna sé stjórnarmeirihlutinn að svíkja loforð um hærri framlög til öryrkja. Verið sé að láta þá taka ábyrgð á kólnandi hagkerfi.

Ríkisstjórnin hefur hafnað þessum málflutningi en í ljósi umræðunnar síðustu daga má búast við hitafundi á þingi í dag. Þá ætla öryrkjar að mæta á þingpallana og fylgjast með fundi.

Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd

Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×