Fótbolti

Kári: Þarf að halda einbeitingu í 90 mínútur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason var að vonum svekktur eftir 2-0 tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeild UEFA ytra í kvöld. Ísland fellur niður í B-deild keppninnar án stiga úr fjórum leikjum.

„Svekkjandi úrslit en við vissum að þeir myndu vera mikið með boltann,“ sagði varnarmaðurinn reyndi við Tómas Þór Þórðarson í leikslok í Belgíu.

„Vörðumst vel en sköpuðum lítið af færum. Tvö klaufaleg mörk, einbeitingarleysi, það var erfitt að halda einbeitingu.“

„Við hefðum getað jafnað í 1-0 með smá heppni.“

Íslenska liðið varð fyrir fjölda áfalla í aðdraganda þessa leiks og eru 11 leikmenn fjarverandi vegna meiðsla.

„Ágætlega stoltur af því sem við lögðum í leikinn, margir sem komu inn og sýndu sig, héldu vel bolta þegar á þurfti að halda.“

„Erfitt að tapa en svona er þetta stundum. Þetta snýst um einbeitingu, hún þarf að vera í 90 mín, ekki í 88 eða 89, það bara gengur ekki,“ sagði Kári Árnason.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×