Lífið

Trylltist og réðst á ungan lyftingamann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki góð ferð í ræktina.
Ekki góð ferð í ræktina.
Milljónir manna stunda lyftingar af krafti mörgum sinnum í viku og er ein vinsælasta æfingin deadlift eða það sem Íslendingar kalla oftast að dedda.

Réttstöðulyfta er líklega rétta orðið en á dögunum átti sér stað heldur betur einkennilegt atvik í líkamsræktarstöð.

Charles Laloaonde fékk hendur betur að kenna á því inni í líkamsræktarstöð í Montreal þegar fullorðinn karlmaður gekk að honum og rak hann út úr húsinu fyrir lætin sem voru að koma frá honum í umræddri lyftingaræfingu.

Laloaonde var ekkert sérstaklega ánægður með móttökurnar og upphófst mikið rifrildi sem endaði með því að maðurinn réðst á hann eins og sjá má hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×