City örugglega á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Englandsmeistararnir áttu ekki í vandræðum i dag
Englandsmeistararnir áttu ekki í vandræðum i dag vísir/getty
Manchester City er með tveggja stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur gegn Southampton í dag.

Úrslit leiksins voru ráðin á fyrstu tuttugu mínútunum.

Wesley Hoedt varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 6. mínútu leiksins þegar hann ætlaði að hreinsa fyrirgjöf Leroy Sane en skilaði henni í eigið net.

Sergio Aguero skoraði sitt 150. úrvalsdeildarmark sex mínútum síðar og á 18. mínútu kom David Silva City í 3-0. Yfirburðir City á vellinum voru algjörir og spurningin var bara hversu stór sigurinn yrði.

Eftir hálftíma leik fékk Southampton smá líflínu. Danny Ings komst framhjá Josh Stones og inn á teig City. Ederson ákvað að fara út í sóknarmanninn og ætlaði að reyna að stöðva hann, markvörðurinn felldi Ings hins vegar ólöglega að mati dómarans og vítaspyrna dæmd.

Ings fór sjálfur á punktinn og skoraði.

Líflínan gerði þó lítið fyrir Southampton.

Raheem Sterling bætti við tveimur mörkum fyrir heimamenn sitt hvoru meginn við hálfleikinn og Leroy Sane kláraði leikinn endanlega með marki á 90. mínútu.

City endurheimti því toppsætið af Liverpool en Southampton er í basli í neðri hluta deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira