Körfubolti

Njarðvík kláraði Val í Ljónagryfjunni og auðvelt hjá Fjölni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi og félagar eru komnir áfram.
Logi og félagar eru komnir áfram. vísir/bára
Njarðvík er komið í 16-liða úrslit Geysis-bikarsins í körfubolta eftir sigur á Valsmönnum í Ljónagryfjunni í kvöld, 78-68.

Njarðvík var 39-32 yfir eftir fyrri hálfleikinn en mest náðu Valsmenn að minnka muninn í fimm stig í loka leikhlutanum. Heimamenn stóðu það af sér og er komnir áfram í bikarnum.

Jeb Ivey átti frábæran leik fyrir Njarðvík. Hann skoraði 21 stig en auk þess gaf hann tíu stoðsendingar. Kristinn Pálsson gerði fimmtán stig og tíu fráköst.

Kendall Lamon Anthony skoraði 22 stig í liði Valsmanna auk þess að taka fjögur fráköst. Aleks Simeonov bætti við átján stigum og sex fráköstum.

Fjölnismenn eru einnig komnir í 16-liða úrslitin eftir að þeir rúlluðu yfir KV í Vesturbænum. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik stigu gestirnir úr Grafarvogi á bensíngjöfina í síðari hálfleik og unnu með 35 stiga mun, 95-60.

Vilhjálmur Theodór Jónsson og Róbert Sigurðsson gerðu báðir átján stig fyrir Fjölnismenn en stigahæstur KV-manna var Sigurður Rúnar Sigurðsson með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×