Innlent

Bílbelti hefði bjargað lífi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafell en slysið varð við Freysnes.
Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafell en slysið varð við Freysnes. Stöð 2 /Arnar Halldórsson.
Akstur með hjólhýsi í of miklum vindi og skortur á notkun öryggisbeltis olli því að 68 ára karlmaður lést í bílslysi skammt frá Freysnesi í Skaftafelli í júní 2017. Þetta er álit rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA).

Slysið varð með þeim hætti að bifreið með hjólhýsi var ekið austur þjóðveg eitt er vindur var um 15 metrar á sekúndu en tvöfalt meiri í hviðum. Hjólhýsið sveiflaðist til og valt út af. Bifreiðin fylgdi og kastaðist maðurinn úr bílnum og lést.

Rannsókn sýndi að maðurinn hefði ekki verið í belti. Skemmdir á bílnum voru litlar og telur nefndin að sennilega hefði ekki hlotist bani af hefði belti verið notað. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna að nota belti og fylgjast með veðurviðvörunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×