Enski boltinn

Fjölskylda Zaha fengið morðhótanir eftir leikinn gegn Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zaha í leiknum gegn Arsenal um helgina.
Zaha í leiknum gegn Arsenal um helgina. vísir/getty
Wilfried Zaha, framherji Crystal Palace, hefur orðið fyrir kynþáttafordómum og fjölskyldu hans hafa borist morðhótanir eftir leik Palace um helgina.

Palace fékk tvær vítaspyrnu í 2-2 jafntefli gegn Arsenal en Zaha fór niður í baráttunni við Granit Xhaka er lítið var eftir af leiknum. Palace jafnaði úr vítaspyrnunni og tryggði stig.

Eftir leikinn kom Xhaka í viðtal og viðurkenndi mistök sín. Svisslendingurinn sagði að atvikið hafi verið klárt brot en þó hafa einhverjir stuðningsmenn Arsenal horft öðrum augum á þetta.

Zaha skrifaði á Instagram síðu sína í gærkvöldi að hans líf væri gott þrátt fyrir allt það hatur sem honum hefur borist; þar á meðal morðhótanir til fjölskyldu hans og kynþáttafordómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×