Enski boltinn

Karius sendir fjölmiðlum tóninn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karius í búningi Besiktas.
Karius í búningi Besiktas. vísir/getty
Loris Karius, markvörður Besiktas, skýtur föstum skotum að fjölmiðlum á Instagram-síðu sinni en Karius var á forsíðum blaðanna í gær.

Fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Besiktas vildi skila Karius til baka til Liverpool en hann er á láni frá enska liðinu í Tyrklandi.

Lánssamningurinn er til tveggja ára og fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Besiktas hafi séð nóg. Þeir vildu því skila þýska markverðinum til baka.

Síðar í gær kom svo ljós að þetta var algjör þvæla. Forráðamenn Besiktas stigu fram og sögðu við ESPN að þetta væri einfaldlega ekki satt.

Karius var ekki sáttur með fjölmiðlana og sendi þeim tóninn á Instagram-story sínu þar sem hann skrifaði: „Coffee first. Media's bullshit second.“

Karius hefur verið í markinu í öllum leikjum Besiktas á tímabilinu og hefur fengið fimmtán mörk á sig í tíu leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×