Enski boltinn

Carragher: Barkley er hæfileikaríkari en Alli og Lingard

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ross Barkley
Ross Barkley vísir/getty
Ross Barkley er einn heitasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en þessi 24 ára gamli Englendingur hefur nýtt tækifærið sitt vel og er kominn í stærra hlutverk hjá Chelsea.

Hann spilaði lítið í fyrra eftir að hafa gengið til liðs við félagið í janúar en hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarnar vikur. Jamie Carragher segir Barkley hafa alla burði til að eigna sér byrjunarliðssæti í enska landsliðinu.

„Tölfræðin sýnir að hann er að bæta sig. Hann hleypur meira og tekur betri ákvarðanir. Ég held að hann sé í betra formi og búinn að bæta við sig styrk.“

„Hann var mjög góður hjá Everton en undir lokin var ákvarðanataka hjá honum oft slæm. Hann var að taka menn á þegar hann átti að senda boltann og öfugt. Hann fékk að heyra það frá áhorfendum og það hafði áhrif á hann. Kannski var of mikil pressa á honum þegar hann átti að vera aðalmaðurinn,“ segir Carragher.

„Hann þarf að styrkja andlega þáttinn en ef þú berð hann saman við leikmennina sem spiluðu hans hlutverk hjá Englandi á HM, Dele Alli og Jesse Lingard. Þeir eru líklega sterkari andlega en þeir eru ekki jafn hæfilikaríkir og Barkley.“

„Ef Barkley heldur áfram að bæta andlega þáttinn, sem hann ætti að gera þegar hann er kominn með hlutverk hjá stórliði, þá verður hann algjör lykilmaður í enska landsliðinu,“ segir Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×