Fótbolti

Sex marka jafntefli í fjarveru Emils

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Emil í leik með Frosinone. Hann er meiddur og lék ekki með í sex marka jafntefli í dag.
Emil í leik með Frosinone. Hann er meiddur og lék ekki með í sex marka jafntefli í dag. vísir/getty
Frosinone og Empoli skildu jöfn í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni en um var að ræða botnbaráttuslag þar sem bæði lið eru í fallsæti. Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Frosinone þar sem hann glímir við meiðsli.

Frosinone komst yfir þegar Matias Silvestre skoraði skrautlegt sjálfsmark á 8.mínútu en gestirnir náðu að jafna metin fyrir leikhlé.

Silvestre bætti svo upp fyrir sjálfsmarkið þegar hann kom Empoli í 1-2 í upphafi síðari hálfleiks en tvö mörk Daniel Ciofani með stuttu millibili komu Frosinone aftur í forystu. Markasúpunni var þó ekki lokið því Salih Ucan tókst að jafna metin fyrir Empoli og þar við sat. Lokatölur 3-3.

Emil og félagar því enn í leit að sínum fyrsta sigri og hefur liðið nú tvö stig í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×