Sport

Tengdasonur Mosfellsbæjar sló enn eitt metið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahomes í leiknum í nótt.
Mahomes í leiknum í nótt. vísir/getty
Undrabarnið Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Kansas valtaði yfir Cincinnati Bengals, 45-10.

Mahomes kastaði boltanum 358 jarda og þar af fjórum sinnum fyrir snertimarki. Þessi tengdasonur Mosfellsbæjar slær met í nánast hverri umferð. Í nótt varð hann sá yngsti sem kastar yfir 300 jarda sex leiki í röð.

Kansas tapaði 43-40 fyrir New England fyrir viku síðan en það er eina tap liðsins í vetur. Það tap hafði engin áhrif á liðið sem spilaði frábærlega í nótt.





LA Rams er enn eina ósigraða liðið í deildinni en liðið vann sinn sjöunda leik í röð er það valtaði yfir nágranna sína í San Francisco.

Hinn magnaði leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, náði tveimur merkum áföngum í leiknum gegn Baltimore í nótt. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki og er aðeins sá fjórði sem nær þeim áfanga. Hinir eru Peyton Manning, Brett Favre og Tom Brady.

Sigurinn á Baltimore var líka sögulegur fyrir þær sakir að Brees er nú búinn að vinna öll liðin í deildinni. Hann átti bara eftir að vinna Baltimore. Hann vann Saints er hann spilaði með Chargers. Þessu náði hann gegn besta varnarliði deildarinnar sem hafði ekki fengið á sig snertimark í seinni hálfleik allt tímabilið. Brees henti tveimur í andlitið á Hröfnunum.

Aðeins þrír leikmenn í sögunni hafa unnið öll lið deildarinnar. Hinir eru Peyton Manning og Brett Favre.





Úrslit:

Kansas City-Cincinnati  45-10

LA Chargers-Tennessee  20-19

Chicago-New England  31-38

Indianapolis-Buffalo  37-5

Jacksonville-Houston  7-20

Miami-Detroit  21-32

NY Jets-Minnesota  17-37

Philadelphia-Carolina  17-21

Tampa Bay-Cleveland  26-23

Baltimore-New Orleans  23-24

Washington-Dallas  20-17

San Francisco-LA Rams  10-39

Í nótt:

Atlanta - NY Giants

Staðan í deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×