Sport

Gunnar sagður berjast í Kanada í byrjun desember

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styttist í endurkoma okkar manns í búrið.
Það styttist í endurkoma okkar manns í búrið. vísir/getty
Það virðist styttast í næsta bardaga Gunnars Nelson og samkvæmt heimildum ESPN þá mun Gunnar væntanlega berjast í Kanada í desember.

Þann 8. desember næstkomandi fer fram risabardagakvöld í Toronto þar sem barist verður um tvö belti.

Samkvæmt Brett Okamoto hjá ESPN þá er UFC að ganga frá bardaga á milli Gunnars og Brasilíumannsins Alex „Cowboy“ Oliveira.





Oliveira situr í þrettánda sæti á styrkleikalista UFC en Gunnar er í því fjórtanda. Þetta er öflugur kappi sem orðinn er þrítugur. Brasilíumaðurinn hefur unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum og hefur þess utan barist fjórum sinnum frá því Gunnar barðist síðast.

Gunnar barðist síðast við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí á síðasta ári. Þá tapaði Gunnar á umdeildan hátt.

Gunnar tjáði Vísi á dögunum að hann hefði samþykkt að berjast í Las Vegas þann 29. desember en hafði þá ekki fengið andstæðing. Þau plön hafa breyst ef rétt reynist hjá ESPN.

Oliveira er mikill nagli sem klárar sína andstæðinga með rothöggum.vísir/getty
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×