Innlent

23 konur leitað til lögfræðings

Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar
Maðurinn meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda.
Maðurinn meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda.

23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Konurnar telja sig allar hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins.



Maðurinn meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. Konurnar segja manninn hafa meðhöndlað sig í gegnum leggöng og endaþarm.



Lögmaður mannsins, Steinbergur Finnbogason, segir málið múgsefjun. Lögmaður kvennanna, Sigrún Jóhannsdóttir, tekur ekki undir þau orð.



„Ég fæ nýja konu til mín nánast daglega. Konurnar koma úr öllum áttum og nokkuð ljóst að hér er ekki um neina múgsefjun að ræða.“


Tengdar fréttir

Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum

Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×