Erlent

Viðurkennir að hafa „misst örlitla stjórn á skapi sínu“ en segist ekki vera rasisti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Atvikið var tekið upp á myndband og hefur vakið mikla athygli.
Atvikið var tekið upp á myndband og hefur vakið mikla athygli.
Kona, sem varð fyrir aðkasti af hálfu karlmanns um borð í flugvél Ryanair, ætlar ekki að fyrirgefa manninum eftir að hann bað hana afsökunar. Ummælin sem maðurinn hafði um konuna voru lituð kynþáttahatri en hann hafnar því að vera rasisti.

Maðurinn, David Mesher, baðst opinberlega afsökunar á framferði sínu í viðtali sem sýnt var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í morgun. Myndband af atvikinu vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum en í því sést Mesher m.a. kalla konuna, Delsie Gayle, „ljóta svarta skepnu“.

Í viðtalinu sagði hann að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra eftir að hann bað Gayle um að standa upp úr sæti sínu, sem hún hefði ekki gert. Þá viðurkenndi Mesher að hann kynni að hafa „misst örlitla stjórn á skapi sínu“ og sagðist jafnframt sjá eftir hegðun sinni.

Aðspurð sagðist Gayle ekki taka afsökunarbeiðni Mesher gilda. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×