Shaqiri skoraði í öruggum sigri

Dagur Lárusson skrifar
Shaqiri skorar.
Shaqiri skorar. vísir/getty
Xherdan Shaqiri skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í 4-1 sigri liðsins á Aroni Einari og félögum í Cardiff á Anfield í dag.

 

Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff annan leikinn í röð en hann þótti standa sig vel gegn Fulham síðustu helgi.

 

Jurgen Klopp verðlaunaði Fabinho fyrir frábæra frammistöðu í vikunni með byrjunarliðssæti í dag en þetta var fyrsti leikur Fabinho í byrjunarliði Liverpool í deildinni.

 

Liverpool byrjaði af miklum karfti í dag eins og við er að búast á Anfield og náði Egyptinn Mohamed Salah að koma Liverpool yfir eftir aðeins nokkrar mínútur og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Cardiff börðust eins og grenjandi ljón í seinni hálfleiknum og létu liðsmenn Liverpool virkilega hafa fyrir hlutunum. Þrátt fyrir miklar baráttu Carfiff náði Sadio Mané að tvöfalda forystu Liverpool um miðbik hálfleiksins.

 

En þeir bláklæddu neituðu þó að gefast upp og komu öllum að óvörum og minnkuðu muninn í 2-1 þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum en það var Callu Peterson sem skoraði markið.

 

Í nokkrar mínútur eftir þetta mark var óróleiki yfir Anfield og virtist Cardiff ætla að jafna metin. En þá þurfti ekki nema eina frábæra sókn hjá Liverpool til þess að binda enda á það en þá var það Xherdan Shaqiri sem skoraði og var þetta hans fyrsta mark fyrir félagið og var það Salah sem gaf stoðsendinguna.

 

Til þess að gera endanlega út um vonor Cardiff manna þá skoraði Sadio Mané sitt annað mark og fjórða mark Liverpool og þar við sat, lokastaðan 4-1.

 

Aron Einar spilaði 73. mínútur í dag en eftir leikinn er Cardiff í 17. sæti með fimm stig á meðan Liverpool er á toppnum með 26 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira